Fréttir

Fréttabréf septembermánaðar

Nú má nálgast fréttabréf / matseðil septembermánaðar hér á heimasíðunni. Í plagginu er m.a. að finna kynningu á skólareglum skólans og samræmdum viðmiðum fyrir skóla Kópavogsbæjar ef skólasókn nemenda er ófullnægjandi. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast plaggið..
Lesa meira

Viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Nú hafa menntasvið og velferðarsvið Kópavogsbæjar gefið út sameiginleg og samræmd viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn hjá nemendum. Um er að ræða viðmið sem taka bæði til fjarveru vegna veikinda og leyfa í heilum dögum en einnig til óheimilla fjarvista úr kennslustundum. Viðmiðin gilda fyrir alla skóla bæjarins og við hvetjum foreldra eindregið til að kynna sér þau. Viðmiðin má nálgast hér...
Lesa meira

Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð Bókasafns Kópavogs hefst að nýju í næstu viku, en aðstoðin er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins á Íslandi og bókasafnsins. Hún verður líkt og undanfarin ár tvisvar sinnum í viku: Á aðalsafni á þriðjudögum kl. 14:30-16:30 og á Lindasafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:30 Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðstoðar. Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda. Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bárðardóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar og grunnskólakennari, agustab@kopavogur.is
Lesa meira

Mentor - leiðbeiningar fyrir aðstandendur

Starfsfólk Mentor hefur nú gefið út stuttar leiðbeiningar fyrir aðstandendur þar sem leitast er við að svara algengustu spurningum sem upp koma í skólabyrjun. Þar má meðal annars finna leiðbeiningar um heimasvæði foreldra á mentor, hvernig nálgast má lykilorð, hvernig aðstandendur stilla hvaða upplýsingar sjást um þá sjálfa o.s.frv.
Lesa meira

Skólaboðun

Skólastarf í Hörðuvallaskóla hefst fimmtudaginn 23. ágúst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og forráðamenn. Skráning í skólaboðunarviðtölin fer fram á mentor.is og hægt verður að skrá í viðtöl frá hádegi föstudaginn 17. ágúst. Sendur hefur verið út póstur til forráðamanna með upplýsingum um skráningu í viðtölin o.fl. en upplýsingarnar er einnig að finna í fréttabréfinu sem birt er hér á heimasíðunni..
Lesa meira

Skólastarf að hefjast

Skólastarf í Hörðuvallaskóla haustið 2018 hefst með skólaboðunarviðtölum fimmtudaginn 23. ágúst. Foreldrar innritaðra nemenda munu fá tölvupóst frá skólanum fimmtudaginn 16. ágúst þar sem upplýsingar verða gefnar um skráningu í viðtöl og annað varðandi skólabyrjunina. Kennsla skv. stundaskrá hefst föstudaginn 24. ágúst nema í 1. bekk þar sem hluti nemenda mætir í viðtal þann dag. Frístund er lokuð á skólaboðunardag en er opin frá og með 24. ágúst og er opin allan þann dag fyrir nemendur í 1. bekk. Athygli er vakin á að frá og með þessu hausti útvegar skólinn öll námsgögn fyrir nemendur, þ.e. ritföng, stílabækur og þess háttar. Ekki er því þörf á öðrum innkaupum en hvað varðar íþrótta- og sundfatnað, skólatöskur og þess háttar.
Lesa meira

Sumarfrí

Skrifstofa skólans opnar eftir sumarleyfi þann 7. ágúst nk. Hægt er að hafa samband við skólastjóra með pósti á agustj@kopavogur.is ef þörf krefur.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit verða fimmtudaginn 7. júní en útskrift 10. bekkjar fer fram miðvikudaginn 6. júní kl. 16:00 Tímasetningar skólaslita þann 7. júní eru sem hér segir:  Kl. 8:10 - 1. bekkur  Kl. 09:00 - 2. bekkur  Kl. 10:00 - 3. bekkur  Kl. 10:30 – 8.-9. bekkur (Ath. 8.-9.b mæti í Vallakór)  Kl. 11:00 - 4. bekkur  Kl. 12:00 - 5. bekkur  Kl. 13:00 – 6.-7. bekkur
Lesa meira

Vorhátíð

Foreldrafélag Hörðuvallaskóla, í samstarfi við skólann, stendur fyrir vorhátíð miðvikudaginn 23.maí kl. 17:00. Hátíðin hefst á slaginu 17:00 með tónum frá skólahljómsveit Kópavogs. Í boði verða hoppukastalar (fleiri og stærri en áður), skólahreysti og veltibíll, fótbolti milli 10. bekkjar og kennara, grillaðar pylsur og djús, kökubasar til styrktar 10.bekkjarferðar (ekki tekið við kortum). Lokað verður inn á bílastæði starfsmanna við skólann, þar verður skólahreystibrautin. Hlökkum til að sjá sem flesta í sólskinsskapi Við lögðum allavega inn pöntun fyrir góðu veðri en annars er það bara regngallinn J Að lokum hvetjum við alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum
Lesa meira

Að flækjast í vefnum - fræðslufyrirlestur

Þriðjudaginn 15. maí kl. 20:00 verður fræðslufyrirlestur fyrir foreldra og starfsfólk um netfíkn í salnum í Baugakór. Það er Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem sér um fyrirlesturinn en hann hefur farið með sambærileg erindi í marga skóla upp á síðkastið. Um er að ræða fyrirlestur um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða "netfíkn" en rannsóknir benda til að sirka 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. Nokkuð ljóst er að netið sé komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunum fyrir því að þar geta leynst hættur eins og annarsstaðar. Við sendum börnin okkar ekki út í umferðina án þess að hafa kennt þeim umferðarreglurnar en við opnum oft heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða. Allir foreldrar eru boðnir velkomnir á fyrirlesturinn.
Lesa meira