Fréttir

Jóladvöl í Hörðuheimum

Jólin 2016 var í fyrsta skipti boðið upp á jólaopnun í dægradvölum Kópavogs. Reynslan var sú að dagarnir fram að jólum voru ágætlega nýttir en dagarnir milli jóla og nýárs voru afar illa nýttir og mættu aðeins örfá börn í hverja dægradvöl. Til að bregðast við þessu var ákveðið að breyta fyrirkomulagi þjónustunnar. Í ár verður boðið upp á opnun 21. og 22. desember í hverri dægradvöl fyrir sig. Dagana milli jóla og nýárs og 2. janúar 2018 verður hins vegar opið fyrir öll börn í tveimur dægradvölum í Kópavogi; í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir nemendur úr neðri byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla). Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna á hvorum stað fyrir sig. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega. Þess verður jafnframt gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í jólaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl. Opið verður frá 8:00 - 16:00 á eftirtöldum dögum: Fimmtudagur 21. des í dægradvöl skólans Föstudagur 22. des í dægradvöl skólans Miðvikudagur 27. des í Álfhól og Hörðuheimum Fimmtudagur 28. des í Álfhól og Hörðuheimum Föstudagur 29. des. í Álfhól og Hörðuheimum Þriðjudagur 2. jan. í Álfhól og Hörðuheimum Þessa daga þarf að skrá sérstaklega í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður rukkað samkvæmt skráningu. Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga. Athugið að þátttaka í hvora jólaopnun fyrir sig miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi sjáum við okkur því miður knúin til að hætta við opnun. Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir. Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f Skráningu lýkur föstudaginn 1. desember 2017 Kær kveðja, Birta og Sunna Forstöðukonur Hörðuheima
Lesa meira

Unnið gegn einelti

Nú í byrjun nóvember vinnum við að venju að ýmsum forvarnarmálum og í ár hefur kastljósinu verið beint að einelti á netinu. Nemendur hafa fengið fræðslu og á unglingastigi stýrðu fulltrúar nemenda á eigin spýtur eins konar þjóðfund þar sem rætt var um málefnið og aflað gagna til frekari umfjöllunar og úrvinnslu. Við segjum nánar frá þessu verkefni í næsta fréttabréfi skólans. 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti og þá var hefðbundin dagskrá hjá okkur þar sem vinabekkir sameinuðust um morguninn og síðan var gengið fylktu liði í Kórinn ásamt nemendum samstarfsleikskóla okkar þar sem farið var í leiki og sprellað í smá stund. Það er í raun mjög mögnuð upplifun að sjá 1000 manns skemmta sér í sameiningu í friði og spekt og við erum afar stolt af þessum degi hjá okkur.
Lesa meira

Fréttabréf nóvembermánaðar

Nú er fréttabréf / matseðill nóvembermánaðar kominn á vefinn.. Smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Vetrarfrí

Dagana 26.-27. október er vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs og dægradvalir eru einnig lokaðar þessa daga. Við vonum að fríið nýtist fjölskyldum til samveru og minnum einnig á að í menningarhúsum Kópavogs er ýmislegt á boðstólum í vetrarfríinu.. sjá nánar hér: http://www.bokasafnkopavogs.is/haustfri-i-grunnskolum-kopavogs/
Lesa meira