Fréttir

Drög að skóladagatali 2018-2019

Nú eru línur teknar að skýrast varðandi skóladagatal næsta skólaárs og kannski einhverjir sem vilja kynna sér það. Búið er að ákveða dagsetningu skólasetningar og skólaslita, skipulagsdaga og vetrarfría. Eftir er hins vegar að raða niður viðtalsdögum og öðrum uppbrotsdögum. Áhugasamir geta kynnt sér drög að dagatalinu en með fyrirvara um að breytingar geta orðið á dagsetningum og fyrirkomulagi viðtalsdaga frá því sem hér sést.
Lesa meira

9. janúar - viðvörun vegna veðurs

Eftirfarandi viðvörun er í gildi vegna veðurs að morgni þriðjudagsins 9. janúar: „Veður get­ur seinkað ferðum nem­enda til skóla. Skól­ar eru opn­ir, en mik­il­vægt er að for­eldr­ar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sér­stak­lega við í efri­byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri,“ Varðandi viðbrögð við óveðri, sjá nánar hér: http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins

Nú er fréttabréf janúarmánaðar komið á vefinn.. smellið á fyrirsögnina
Lesa meira

Jólaleyfi

Jólafrí nemenda hefst að loknum litlujólum þann 20. desember og stendur til fimmtudagsins 4. janúar þegar kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá. Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskum gleðilegra jóla!
Lesa meira

Frábær árangur nemenda okkar í sveitakeppni grunnskóla Kópavogs

Skákkeppni grunnskólanna í Kópavogi fór fram 23. – og 30. nóvember í Breiðabliksstúkunni. Teflt var í fjórum flokkum; 1.-2., 3.-4., 5.-7. og 8.-10 bekk. Sveitir Hörðuvallaskóla urðu Kópavogsmeistarar í flokki 1.-2. bekkjar og 8.-10. bekkjar og fengu bronsverðlaun í flokki 3.-4. bekkjar.
Lesa meira

Aðventustund Foreldrafélagsins

Foreldrafélagið, í samstarfi við bekkjarfulltrúa, stendur fyrir aðventustund fimmtudaginn 7. desember kl. 17:30 Þetta árið ætlum við að breyta aðeins til og sleppa göngunni en að hittast í skólanum í Baugakór og fá okkur kakó og piparkökur hlusta á tóna frá Skólahljómsveit Kópavogs og einnig munu börn frá Tónsölum leika nokkur lög. Við hvetjum alla til þess að mæta með góða skapið og jólahúfu. Hlökkum til að sjá sem flesta í hátíðar- og friðarskapi. Við hvetjum alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum. Kær kveðja Stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla
Lesa meira

Umferðarjóladagatal Samgöngustofu

Að venju býður Samgöngustofa upp á jóladagatal á vefnum í desembermánuði. Alla daga fram að jólum verður hægt að opna glugga á dagatalinu og lesa jólaframhaldssögu. Dagatalið er ætlað grunnskólanemum með það að markmiði að rifja upp mikilvægar umferðarreglur. Allir grunnskólanemar geta sent inn svör við spurningum úr sögunni og komast þar með í verðlaunapott. Daglega eru tveir verðlaunahafar dregnir út sem fá senda nýju Jólasyrpuna 2017 frá Eddu útgáfu og í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út sem hlýtur pítsuveislu og DVD mynd. http://www.umferd.is/joladagatal-2017/
Lesa meira

Haldið upp á fullveldisdaginn

Að venju héldum við upp á fullveldisdaginn 1. desember með hátíðarsamkomu í Kórnum. Allir nemendur og starfsmenn mættu þar kl. 9:00 og áttu saman góða stund þar sem nemendur sungu og fluttu upplestur með mikilli prýði og svo fengum við heimsókn í lokin frá Friðrik Dór sem tók lagið og viðstaddir tóku einnig hraustlega undir. Bestu þakkir fyrir góða stund og gleðilega hátíð!
Lesa meira

Dagskrá Kúlunnar í desember

Dagskrá Kúlunnar í desember - smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Desemberdagskráin í skólanum

Að venju er ýmislegt árstíðabundið um að vera í skólastarfinu í desember og eru þar ýmsar venjur í heiðri hafðar. Má þar nefna að boðið er upp á kakó og piparkökur, rithöfundar koma í heimsókn og lesa fyrir nemendur, forritunarvikan Hour of code er fastur liður í desember, boðið er upp á upplestur á bókasafninu o.fl. Og svo eru litlu jólin náttúrulega rúsínan í pylsuendanum. Smellið á fyrirsögnina til að sjá yfirlit yfir viðburði desembermánaðar...
Lesa meira