Hádegismatur er eldaður í eldhúsi skólans í Baugakór. Matseðill tekur mið af leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar um hollustu og næringu. Einnig er boðið upp á grænkerafæði. Foreldrar/forsjáraðilar skrá börn sín í hádegismat í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Hádegismatur er án endurgjalds en nauðsynlegt er fyrir foreldra að skrá börnin sín í hádegismat.
Eldri matseðlar: des. 2024 | nóv. 2024 | okt. 2024 | ág./sept. 2024
Athugið að Hörðuvallaskóli er hnetulaus skóli!
Mikilvægt er að nemendur borði hollan og staðgóðan morgunmat áður en farið er í skólann. Boðið er upp á frían hafragraut fyrir alla nemendur skólans þriðjudaga – föstudaga. Yngsta stigið fær hafragraut kl. 8:00 – 8:15 og miðstig kl. 8:15 – 8:30. Hörðuvallaskóli leggur áherslu á að nemendur komi með ávexti og grænmeti sem nesti og drekka vatn. Foreldrar hafa þó val um að senda börn sín með annað hollt og gott nesti.
Í umhverfisvænu samfélagi leggjum við áherslu á að nemendur komi með allt nesti í fjölnota umbúðum. Nemendur sem koma með nesti í einnota umbúðum taka þær með sér heim til förgunar. Hafa ber í huga að skólinn er hnetulaus.
Þessi síða var uppfærð í desember 2024